Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. júní 2018 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti sigur í opnunarleik frá 1934
Mynd: Getty Images
Rússland gjörsamlega gekk frá Sádí-Arabíu þegar liðin mættust í opnunarleik Heimsmeistaramótsins áðan.

Rússar leiddu 2-0 í hálfleik en þegar argentískur dómari leiksins flautaði af var staðan orðin 5-0. Rússar gerðu tvö mörk í uppbótartímanum.

HM: Rússar völtuðu yfir Sádí-Arabíu

Flottur sigur hjá heimamönnum en það verður að setja spurningamerki við Sádí-Arabíu í þessum leik. Frammistaða þeirra grænklæddu var vægast sagt skelfileg.

Eins og fyrr segir voru 5-0 lokatölurnar en þetta er næst-stærsti sigur í sögu HM þegar kemur að opnunarleikjum. Aðeins 7-1 sigur Ítalíu á Bandaríkjunum 1934 hefur betur í baráttunni. Þess má geta að árið 1934 fóru margir leikir af stað á sama tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner