Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. júní 2018 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Halmstad sigurvegari í Íslendingaslagnum
Höskuldur fór af velli fyrir hetju Halmstad.
Höskuldur fór af velli fyrir hetju Halmstad.
Mynd: Getty Images
Halmstad hafði betur gegn Helsingborg þegar liðin mættust í Íslendingaslag í sænsku B-deildinni í kvöld.

Höskuldur Gunnlaugsson byrjaði fyrir Halmstad og Andri Rúnar Bjarnason byrjaði hjá Helsingborg. Tryggvi Hrafn Haraldsson þurfti hins vegar að gera sér það að góðu að sitja á varamannabekk Halmstad allan tímann.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en eftir 20 mínútur í þeim seinni var staðan orðin 1-1.

Hinn 31 árs gamli Johan Oremo reyndist svo hetja Halmstad er hann skoraði í uppbótartíma, 2-1.

Það voru lokatölur en þegar sigurmarkið kom var Höskuldur farinn af velli, en fór einmitt út af fyrir títtnefndan Oremo. Andri Rúnar spilaði allan leikinn fyrir Helsingborg.

Halmstad stóð uppi sem sigurvegari í þessum leik og eru bæði lið núna með 24 stig í þriðja og fimmta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner