Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 14. júní 2018 21:54
Matthías Freyr Matthíasson
Logi: Finnst þér ég hafa efni á því?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svosem ekki annað að segja en við buðum FH upp á að spila sinn besta leik og þar var varnarleikur okkar ekki nógu góður. Við byrjuðum leikinn vel og erum að pressa þá og gefum þeim lítinn tíma og þá gekk þetta vel" sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga eftir 3 - 0 tap fyrir FH í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Víkingur R.

„Síðan fá þeir dæmda vítaspyrnu sem mér finnst afar vafasöm og meira að segja sá sem fékk vítið fyrir FH bjóst ekki við því að fá víti út á þetta og mér fannst það mjög harður dómur. Það að lenda undir á móti FH er ekki gott og en ekki þarf fyrir að þá fáum við á okkur tvö mörk þar til viðbótar sem við eigum ekki að fá á okkur og FH skapaði fullt af færum og þeir voru bara betri heldur en við í dag. Við töpuðum fyrir góðu FH liði.

Framhaldið horfir þannig við mér að við verðum að hittast á morgun og hreinsa þetta í burtu. Við eigum ekki leik fyrr en 1. júlí þannig að okkur gefst góður tími til að undirbúa okkur undir það og koma sterkir til baka og sýna okkar rétta andlit"


Teluru þig þurfa að styrkja liðið þegar glugginn opnar í Júlí?

„Við þurfum að hafa okkar menn heila. Við fáum Kára Árnason eftir Rússlandsævintýrið og hann styrkir okkur væntanlega mikið þannig að það er ekkert annað í kortunum"

Þú minnist á Rússland. Ætlar þú til Rússlands að horfa á einhverja leiki?

„Nei finnst þér ég hafa efni á því. Ég held að okkur veiti ekki af tímanum bara í að æfa heldur en að vera að þvælast einhverstaðar í útlöndum" sagði Logi léttur við þessari spurningu blaðamanns.

Nánar er rætt við Loga í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner