Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. júní 2018 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kórdrengir töpuðu óvænt - Mögnuð endurkoma
Stál-úlfur lagði Snæfell.
Stál-úlfur lagði Snæfell.
Mynd: Aðsend
Pétur Theodór tryggði Kríu óvæntan sigur.
Pétur Theodór tryggði Kríu óvæntan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þrír leikir voru í 4. deild karla í kvöld. Það var nóg um skemmtun í þessum leikjum.

A-riðill:
Í A-riðli var hörkuleikur þar sem Stál-úlfur náði að knýja fram sigur gegn Snæfelli. Sigurmarkið skoraði Ramunas Macezinskas á 86. mínútu eftir að Eivinas Zagurskas hafði jafnað úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Þetta er fyrsti sigur Stál-úlfs í sumar og er liðið með fjögur stig en Snæfell er með sex stig eftir fjóra leiki. Liðið er búið að vinna KB og Björninn sem mætast einmitt á morgun.

Stál-úlfur 2 - 1 Snæfell/UDN
1-0 David Zezulka ('16)
1-1 Eivinas Zagurskas ('74, víti)
2-1 Ramunas Macezinskas ('86)

D-riðill:
Í D-riðli áttu sér stað óvænt úrslit þegar Kría lagði Kórdrengi. Sigurmark Kríu gerði Pétur Theodór Árnason í uppbótartíma eru líklega með best mannaða liðið í allri 4. deildinni. Kórdrengir höfðu unnið fyrstu þrjá leiki sína en þetta er fyrsti sigur Kríu í sumar.

Í hinum leik kvöldsins í D-riðlinum náði ÍH magnaðri endurkomu á síðasta korterinu gegn Vatnaliljum. ÍH lenti 3-0 undir en sýndi mikinn karakter og jafnaði. ÍH er með fjögur stig í fjórða sæti en Vatnaliljur eru með þrjú stig í sjötta sæti.

Kría 1 - 0 Kórdrengir
1-0 Pétur Theodór Árnason ('90)

Vatnaliljur 3 - 3 ÍH
1-0 Aaron Palomares ('18)
2-0 Grétar Hrafn Guðnason ('45)
3-0 Bjarki Þór Arnarsson ('73)
3-1 Jón Már Ferro ('75)
3-2 Gylfi Steinn Guðmundsson ('78)
3-3 Davíð Atli Steinarsson ('81)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner