banner
   sun 17. júní 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Senegal gerir breytingu á hópnum sínum
Saliou Ciss
Saliou Ciss
Mynd: Getty Images
Senegal er að taka þátt á sínu öðru heimsmeistaramóti í sögunni. Fyrsta skiptið var árið 2002 en þá komst liðið í 8-liða úrslit eftir að hafa unnið Frakkland í sínum fyrsta leik.

Fyrirliði liðsins árið 2002 var Aliou Cisse en hann þjálfar nú liðið.
Cisse hefur nú neyðst til að gera breytingu á hóp sínum vegna meiðsla.

Vinstri bakvörðurinn Saliou Ciss getur ekki tekið þátt á mótinu eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingaleik gegn Lúxemborg í síðasta mánuði.

Adama Mbengue, leikmaður Caen í Frakklandi, hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað.

Sadio Mané, leikmaður Liverpool, er aðalstjarna liðsins núna og eru vonir bundnar við að hann leiði liðið langt í mótinu.

Fyrsti leikur Senegal á mótinu er á þriðjudaginn gegn Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner