Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 18. júní 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í Evrópukeppnunum - Fjögur íslensk lið í kúlunum
Á morgun kemur í ljós hvaða liði Valur mætir.
Á morgun kemur í ljós hvaða liði Valur mætir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
FH-ingar eru í efri styrkleikaflokki í forkeppni Evrópudeildarinnar.
FH-ingar eru í efri styrkleikaflokki í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan gæti mætt FC Kaupmannahöfn.
Stjarnan gæti mætt FC Kaupmannahöfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður dregið í fyrstu og aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Vals verða í pottinum.

Búið er að gefa það út hvaða liðum Valur getur mætt í 1. umferðinni. Mótherjinn verður deildarmeistari Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Búlgaríu eða Póllands.

Mögulegur mótherji Vals:
Ludogorets Razgrad (BUL)
Legia Warszawa (POL)
Malmö (SWE)
Rosenborg (NOR)
HJK Helsinki (FIN)

Eins og sést þarna eru tvö Íslendingalið sem gætu mætt Val. Rosenborg frá Noregi með Matthías Vilhjálmsson innanborðs og Malmö frá Svíþjóð með Arnór Inga Traustason í sínum röðum.

Leikirnir verða 10.-11. og 17.-18. júlí.

Valur þarf að komast í gegnum þessa umferð og þrjár aðrar umferðir til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ef Valur tapar í forkeppni Meistaradeildarinnar mun liðið fá annað tækifæri í Evrópudeildinni.

Á morgun verður einnig dregið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá kemur í ljós hvaða liði Valur mætir ef það kemst áfram úr 1. umferðinni.

FH, Stjarnan og ÍBV
Á miðvikudag verður dregið í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar taka Stjarnan og FH þátt ásamt bikarmeisturum ÍBV.

FH er í efri styrkleikaflokki og getur mætt:

Cliftonville frá Norður-Írlandi
Lahti frá Finnlandi
Luftëtari frá Albaníu
Connah's Quay frá Wales
Shamrock Rovers frá Írlandi

Stjarnan er í neðri styrkleikaflokki og getur mætt:

Zalgiris Vilnius frá Litháen
Molde frá Noregi
Nõmme Kalju frá Eistlandi
Fola Esch frá Lúxemborg
Slavia Sofia frá Búlgaríu

ÍBV er líka í neðri styrkleikaflokki og getur mætt:

Rudar Velenje frá Slóveníu
Dundalk frá Írlandi
Hibernian frá Skotlandi
Sarpsborg frá Noregi
Häcken frá Svíþjóð
FC Kaupmannahöfn frá Danmörku

Dregið verður eins og áður segir í Evrópudeildina á miðvikudag. Leikið verður 12. og 19. júlí í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner