Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 19. júní 2018 08:16
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
Dýrasti markvörður Íslands: Segja að ég sé kominn til að vera númer eitt
Icelandair
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson samdi í gær við franska félagið Dijon en liðið endaði í ellefta sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Þetta er spennandi skref fyrir Rúnar Alex sem hefur verið hjá Nordsjælland í Danmörku síðustu ár. Hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Rússlandi í dag.

„Það var mjög fínt að klára þetta í gær og ég er mjög feginn því að þetta sé búið," segir Rúnar Alex en Dijon lagði mikla áherslu á að fá hann.

„Það er bara geggjað og sýnir að þeir ætla að treysta á mig. Það gefur mér auka sjálfstraust."

Fannst honum vera kominn tími á næsta skref á sínum ferli?

„Ég var búinn að vera lengi undir sama þjálfarateymi og það var komin smá þreyta og ég held að þetta hafi verið fullkomin tímasetning til að skipta um félag. Ég vissi fyrst af þeirra áhuga í fyrra, eftir tímabilið þá. Þetta er stórt skref en mér finnst ég vera tilbúinn, annars hefði ég ekki tekið það."

„Þeir segja mér að ég sé kominn þarna til að vera númer eitt og ég ætla að halda hinum fyrir aftan mig."

Dijon borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Hann er því dýrasti markvörður Íslandssögunnar.

Rúnar Alex segir að fleiri félög hafi verið inni í myndinni en heildarpakkinn hjá Dijon hafi verið mest spennandi.

„Ég er að fara í krefjandi verkefni og vonandi verður þetta kafli tvö í bókinni sem ég er að skrifa og ég geti farið enn hærra næst," segir markvörðurinn metnaðarfulli en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner