Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júní 2018 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MBL 
Hjörtur framlengir við Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson hefur framlengt við Bröndby til 2021. Troels Bech, íþróttastjóri Bröndby, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið.

Hjörtur er 23 ára gamall og á sjö A-landsleiki að baki en er ekki í hópnum sem fór til Rússlands. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Bröndby sem endaði í öðru sæti dönsku deildarinnar og vann bikarinn.

„Hjört­ur er frá­bær leikmaður sem hef­ur bætt sig mikið síðan hann kom til Brønd­by. Í dag er hann lyk­ilmaður í okk­ar liði sem hef­ur að bera gríðarlega mikla sam­keppni um stöður og þrátt fyr­ir það spil­ar hann flesta leiki," sagði Bech.

Hjörtur er uppalinn í Árbænum en fór ungur til PSV Eindhoven í Hollandi. Hann var í íslenska hópnum á Evrópumótinu fyrir tveimur árum en Hólmar Örn Eyjólfsson tók sæti hans í hópnum fyrir Heimsmeistaramótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner