Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 19. júní 2018 22:39
Hulda Mýrdal
Pétur Péturs: Þetta er eins og Messi fyrir Argentínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur þjálfari Vals var að vonum ánægður eftir 4-0 sigur hjá sínum konum.

Hvernig fannst þér leikurinn í dag?
"Þetta var svolítil þolinmæðisvinna í dag. Stelpurnar gerðu þetta vel sérstaklega, í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki vera nógu góðar sendingarlega séð í fyrri hálfleik en bættum það. Mjög góður sigur hjá stelpunum."
Nú náðu þið litlum opnunum á KR vörninni þó svo að þið séuð meira með boltann. Náið svo inn allt í einu þremur mörkum. Hvað breyttist?
"Ég held að við höfum bætt okkur sendingarlega séð og pressum aðeins meira á þær og það skilar sér. Svo kemur Guðrún Karitas og skorar tvö mörk einn tveir og þrír. Svo er virkilega gaman að sjá Dóru Maríu aftur á vellinum"

Dóra María Lárusdóttir sneri aftur í lið Vals í kvöld en hún meiddist með landsliðinu á Algarve í fyrra.
Hversu miklu máli skiptir að vera búin að fá Dóru Maríu aftur í liðið?
"Þetta er einsog Messi í Argentínu eða Gylfa eða Aron í íslenska landsliðinu.
Nú kemur Guðrún Karitas inná og setur 2 mörk, hvað er hún eiginlega búin að vera brasa í fríinu?
"Hún er búin að æfa á fullu meðan aðrir eru búnir að vera út í heimi að spila landsleiki og hitt og þetta. Hún er búin að æfa vel"

1-0 fyrir ykkur, varstu aldrei stressaður um að KR myndi ná að pota inn marki?
"Auðvitað er þetta alltaf tæpt, en ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum skora annað mark. Það kom svo."

Nánar er rætt við Pétur um framhaldið og fleira í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner