Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. júní 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri vill taka Mertens með til Chelsea
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade. Fréttirnar eru teknar saman af BBC.

Umboðsmaður Maurizio Sarri er kominn til Lundúna þar sem hann ætlar að ganga frá félagaskiptum Sarri, sem á að taka við af Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Chelsea. (Sky Sports)

Sarri vill fá Dries Mertens, 31 árs sóknarmann, með sér frá Napoli. (Telegraph)

Gianfranco Zola er í samningsviðræðum við Chelsea. Hann verður partur af starfsteymi félagsins hvort sem Sarri verður ráðinn eða ekki. (Sun)

Crystal Palace er búið að bjóða Wilfried Zaha, 25, 120 þúsund pund í vikulaun til að reyna að halda honum frá Tottenham. (Mirror)

Emre Can, 24, fer í læknisskoðun hjá Juventus í vikunni. Búið er að staðfesta brottför hans frá Liverpool. (Daily Mail)

Huddersfield er að vinna kapphlaupið við Southampton og Lyon um kaupin á Anthony Limbombe, 23 ára miðjumanni Club Brugge sem kostar 11 milljónir punda. (Sun)

Arsenal og Sevilla munu hefja viðræður um félagaskipti argentínska miðjumannsins Ever Banega, 29. (Mirror)

Tottenham og Arsenal vilja reyna að krækja í Rhian Brewster, 18, frá Liverpool. (Sun)

West Brom hafnaði tilboði frá Burnley í Jay Rodriguez, 28 ára sóknarmann sinn. (Daily Mail)

Roma og West Ham eru í viðræðum við Paris Saint-Germain til að kaupa Javier Pastore, 28. (ESPN)

Southampton undirbýr tilboð í Amadou Haidara, 20 ára miðjumann Salzburg. (Mirror)

West Ham er við það að ljúka kaupum á Felipe Anderson, 25 ára kantmanni Lazio. Anderson kostar 35 milljónir. (Daily Mail)

Tottenham fylgist grannt með Tanguy Ndombele, 21 árs miðjumanni Lyon. (Sky Sports)

Morgan Schneiderlin, 28, hefur fengið leyfi til að yfirgefa Everton. Marseille er líklegasti áfangastaðurinn. (France Football)

Newcastle og FC Bayern eru að berjast um króatíska sóknarmanninn Andrej Kramaric, 27. (TZ)

West Ham og Burnley keppast um senegalska sóknarmanninn Moussa Konate, 25. (Sun)

Ivan Cavaleiro, 24 ára kantmaður Wolves, segist ekki vilja yfirgefa félagið þrátt fyrir áhuga frá Huddersfield. (Birmingham Mail)

Ahmed Musa, 25 ára sóknarmaður Leicester, er í viðræðum við Galatasaray. (Leicester Mercury)

Sven-Göran Eriksson segist hafa hafnað Chelsea í tvígang þegar Roman Abramovich keypti félagið. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner