Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 10:38
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal borgar 30 milljónir fyrir Torreira
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira verður kynntur sem leikmaður Arsenal í vikunni.

Arsenal borgar 30 milljónir evra fyrir miðjumanninn knáa, eða rúmlega 26 milljónir punda. Þetta sagði Massimo Ferrero, forseti Sampdoria.

„Torreira er farinn fyrir 30 milljónir. Ég keypti hann frá Pescara þegar enginn hafði trú á honum, þá kostaði hann bara 3 milljónir," sagði Ferrero.

„Peningarnir sem koma inn eru mikilvægir fyrir félagið. Samp er fjölskyldurekið félag þar sem leikmenn koma til að sanna sig. Ég get ekki neytt leikmenn til að vera áfram hérna þegar stórlið banka á hurðina."

Arsenal gekk frá kaupum á þýska markverðinum Bernd Leno í gær og er búist við nokkrum leikmönnum til viðbótar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner