Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fabregas skýtur á Conte - Vill ekki spila aftarlega á miðjunni
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas skaut óbeint á Antonio Conte, fráfarandi stjóra Chelsea, þegar hann talaði um leikskipulag belgíska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu.

Fabregas er sérfræðingur hjá BBC í kringum mótið þar sem hann var ekki valinn í landsliðshóp Spánverja eftir slakt tímabil með Chelsea.

Fabregas talaði um að það væri verið að hefta getu Kevin De Bruyne með því að láta hann spila aftarlega á miðjunni, í sömu stöðu og Fabregas hefur verið látinn spila hjá Chelsea.

„Ég skil ekki hvers vegna De Bruyne er svona djúpur hjá Belgíu. Ég er ekki sammála þessari taktík því hann er of góður til að spila svona aftarlega á vellinum," sagði Fabregas.

„Hann hefur mikið minna frelsi svona aftarlega, þetta er ekki jákvætt fyrir leikmanninn. Þetta er svipað og hefur gerst með mig síðustu tvö ár. Hann er einfaldlega alltof mikilvægur á síðasta þriðjungnum.

„Þetta er eins og að segja mest skapandi leikmanni liðsins að hætta að vera skapandi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner