banner
   mið 20. júní 2018 18:01
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ekkert byrjunarlið hjá Sampaoli degi fyrir leik líkt og gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu hefur ekki tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Króatíu annað kvöld en frægt er þegar hann tilkynnti liðið degi fyrir leik Argentínu og Íslands.

Sampaoli hefur mátt sæta gagnrýni eftir jafnteflið gegn Íslandi og eru margir sem spá því að það verði nokkuð um breytingar á liði Argentínu frá leiknum gegn Íslandi.

Króatía er á toppi D-riðils eftir sigur á Nígeríu, 2-0 í fyrstu umferð.

Sampaoli þótti sýna hroka í aðdraganda leiksins gegn Íslandi og svo virðist sem hann ætli ekki að gera það gegn Króatíu.

Mikið er undir hjá Argentínu en tap gegn Króatíu og sigur Íslands á Nígeríu setur Argentínumenn í afskaplega erfiða stöðu.

Króatía og Argentína mætast annað kvöld, en leikur Íslands og Nígeríu verður á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner