mið 20. júní 2018 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Laug því að heitasti dagur ársins á Íslandi væri 15. desember
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Kristjánsson lenti óvænt í viðtali hjá blaðamanni hjá hinu nígeríska Guardian.

Þar fór Sigurður um víðan völl og sagði t.d. að heitasti dagur ársins væri 15. desember.

Sigurður er ekkert alltof sigurviss fyrir leikinn gegn Nígeríu en þar leikur veðrið í Volgograd lykilhlutverki.

„Til þess að vera hreinskilinn, þá sé ég ekki landið mitt vinna Nígeríu í Volgograd á föstudag. Samkvæmt veðurspá verður um 37-38 gráðu hiti. Það verður betra fyrir Nígeríu heldur en mína menn. Á Íslandi er hámarks hitastigið 20 gráður og það gerist einu sinni á ári, nákvæmlega á 15. desember," sagði Sigurður.

„Ef Nígería tapar þessum leik ætti að kenna leikmönnum um. Ég get ekki séð okkar leikmenn þrauka í 90 mínútur í þessu skelfilega veðri, því þeir verða þreyttir á innan við 20 mínútum.

„Aðrar vondar fréttir eru að það er moskítófaraldur í Volgograd. Það verður ekki gott fyrir okkar leik. Sem stuðningsmaður, er ég að fara á markaðin að kaupa mér fatnað sem hylur allan líkamann minn. Ég veit ekki hvernig leikmennirnir munu þrauka þetta, en það er svo sem ekki mitt mál."





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner