mið 20. júní 2018 18:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ronaldo orðinn markahæsti evrópski landsliðsmaðurinn
Ronaldo skráði nafn sitt enn einu sinni á spjöld sögunnar í dag
Ronaldo skráði nafn sitt enn einu sinni á spjöld sögunnar í dag
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgal skoraði eina mark leiksins í sigri Portúgala gegn Marokkó í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag.

Markið var hans 85. fyrir landsliðið og hefur hann núna skorað fleiri landsliðsmörk heldur en nokkur annar evrópskur leikmaður.

„Ég er mjög ánægður. Mikilvægasta var að vinna leikinn, ná í stigin þrjú. Ef við hefðum tapað hefðum við getað verið í vandræðum. Við vissum að Marokkó myndu reyna allt sem þeir gætu" sagði Ronaldo eftir leikinn í dag.

Með markinu í dag komst Ronaldo fram úr goðsögninni Ferenc Puskas en hann skoraði 84 mörk fyrir Ungverjaland og Spán á miðri síðustu öld.

Ronaldo er nú orðinn næst markahæsti landsliðsmaður allra tíma. Markahæsti landsliðsmaður allra tíma er Íraninn Ali Daei sem skoraði 109 mörk.

Ali Daei lék með Íran á árunum 1993 til 2006.

Sigurinn hjá Portúgal setur liðið í góða stöðu fyrir lokaumferðina en liðið er nú á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina. Þegar þetta er skrifað er leikur Spánar og Íran í gangi og er stsaðan 0-0 en það er seinni leikur annarrar umferðar í B-riðli.g
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner