Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 20. júní 2018 22:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Ekkert farnir að spá í Pepsí 2019
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar gerðu góða ferð suður til Njarðvíkur þar náðu þeir í góð 3 stig og styrktu stöðu sína í toppbaráttu Inkasso deildar karla. Brynjar Björn þjálfari HK var að vonum sáttur með sigurinn.
„Ánægður með stigin 3, frammistaðan var góð, við gáfum lítið af færum á móti okkur og við nýttum það sem við fengum, það var enginn urmull af færum hjá hvorum liðum í þessum leik en við nýttum okkar færi í leiknum."

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 HK

Þessi leikur verður seint sakaður um að hafa yfirbugað fólk með skemmtanargildi en HK gerði nóg.
„Já við gerðum nóg en það kom ágætis spil inni á milli en var kannski svolítið endaslappt án þess að það kom eitthvað mikið út úr því, en var mjög ánægður með okkur varnarlega."

Njarðvíkingar hafa verið að koma einhverjum á óvart en Brynjar Björn vildi þó ekki meina að þeir hefðu komið sér á óvart.
„Nei, ekkert sérstaklega en við höfum séð þá tvisvar-þrisvar spila og þeir geta vel spilað boltanum og eru góðir inn á miðsvæðinu og leysa stöðurnar oft vel þar þannig við vissum svolítið að hverju við gengum og vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það."

HK-ingum er af flestum spáð því að fara upp í Pepsi deildinna að ári ásamt Skagamönnum en Brynjar Björn vill ekki meina að þeir séu farnir að spá í það enþá.
„Ekki í nokkar sekúndur nei, við tökum þetta svolítið leik fyrir leik og erum búnir að spila vel hingað til og vonandi höldum við því áfram en mótið er ekki einusinni hálfnað svo við erum svosem ekki mikið farnir að pæla í því."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner