Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. júní 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú markahæsta í sögu Belgíu ekki lengur liðsfélagi Söru
Tessa er markahæst í sögu belgíska landsliðsins.
Tessa er markahæst í sögu belgíska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í þýska meistaraliðinu Wolfsburg hafa misst frá sér öflugan markaskorara. Hin belgíska Tessa Wullaert hefur samið við Manchester City í Englandi.

Wullaert, sem er 25 ára, skrifað undir tveggja ára samning við Manchester City.

Man City endaði í öðru sæti í efstu deild Englands á síðasta tímabili, á eftir Chelsea.

Tessa lék í þrjú tímabil með Wolfsburg en á síðasta tímabili skoraði hún átta mörk í öllum keppnum.

Hún er markahæst í sögu belgíska landsliðsins með 37 mörk skoruð í 65 landsleikjum spiluðum.
Athugasemdir
banner