Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fös 22. júní 2018 12:25
Magnús Már Einarsson
Volgograd
Martin Keown: Held að Ísland fari áfram
Icelandair
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil samheldni hjá liðinu og stuðningsmönnum og það verður gaman að sjá leikinn í dag," sagði Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, um íslenska landsliðið en hann lýsir leiknum gegn Nígeríu á BBC í dag.

Ísland getur stigið stórt skref í átt að 16-liða úrslitum með sigri í dag og Keown er spenntur að sjá leikinn.

„Það er smá pressa á þeim. Mér finnst þeir vera sigurstranglegri í dag. Nígeríumenn hafa verið í vandræðum. Ég sá þá spila gegn Englandi fyrir mótið og þeir virkuðu ekki sannfærandi."

„Leikmenn hafa ekki verið að spila í réttum stöðm. Obi Mikel er að spila framarlega á miðjunni og Ighalo er einmanna frammi. Þið þurfið líklega helst að fylgjast með (Victor) Moses. Hann er hraður og kraftmikill. Ég veit ekki hvort (Alex) Iwobi spili en það eru góðar fréttir fyrir ykkur ef hann verður á bekknum."


Lykilatriði að Gylfi spili vel
Keown segir lykilatriði að Gylfi Þór Sigurðsson eigi góðan leik í dag.
„Gylfi getur snúið vörn í sókn. Hann hleypur án bolta og er með gæði. Hann er mikilvægur fyrir ykkur því hann er skapandi og gefur liðinu von. Þið þurfið líklega að skora í dag svo hann verður mikilvægur í dag."

Spáir Íslandi áfram
„Ég held að Ísland fari áfram en þetta er svo jafnt í þessum riðli. Þetta veltur mikið á leiknum milli Íslands og Króatíu. Það á nóg eftir að gerast," sagði Keown og bætti við um íslenska liðið. „Þetta er ótrúlegur árangur. Þið eruð 300 þúsund sem er eins og íbúafjöldi Leicester eða Coventry á Englandi. Allir vilja spila fótbolta og það er yndislegt að sjá þetta,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner