Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 22. júní 2018 12:25
Magnús Már Einarsson
Volgograd
Martin Keown: Held að Ísland fari áfram
Icelandair
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil samheldni hjá liðinu og stuðningsmönnum og það verður gaman að sjá leikinn í dag," sagði Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, um íslenska landsliðið en hann lýsir leiknum gegn Nígeríu á BBC í dag.

Ísland getur stigið stórt skref í átt að 16-liða úrslitum með sigri í dag og Keown er spenntur að sjá leikinn.

„Það er smá pressa á þeim. Mér finnst þeir vera sigurstranglegri í dag. Nígeríumenn hafa verið í vandræðum. Ég sá þá spila gegn Englandi fyrir mótið og þeir virkuðu ekki sannfærandi."

„Leikmenn hafa ekki verið að spila í réttum stöðm. Obi Mikel er að spila framarlega á miðjunni og Ighalo er einmanna frammi. Þið þurfið líklega helst að fylgjast með (Victor) Moses. Hann er hraður og kraftmikill. Ég veit ekki hvort (Alex) Iwobi spili en það eru góðar fréttir fyrir ykkur ef hann verður á bekknum."


Lykilatriði að Gylfi spili vel
Keown segir lykilatriði að Gylfi Þór Sigurðsson eigi góðan leik í dag.
„Gylfi getur snúið vörn í sókn. Hann hleypur án bolta og er með gæði. Hann er mikilvægur fyrir ykkur því hann er skapandi og gefur liðinu von. Þið þurfið líklega að skora í dag svo hann verður mikilvægur í dag."

Spáir Íslandi áfram
„Ég held að Ísland fari áfram en þetta er svo jafnt í þessum riðli. Þetta veltur mikið á leiknum milli Íslands og Króatíu. Það á nóg eftir að gerast," sagði Keown og bætti við um íslenska liðið. „Þetta er ótrúlegur árangur. Þið eruð 300 þúsund sem er eins og íbúafjöldi Leicester eða Coventry á Englandi. Allir vilja spila fótbolta og það er yndislegt að sjá þetta,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner