Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 22. júní 2018 12:25
Magnús Már Einarsson
Volgograd
Martin Keown: Held að Ísland fari áfram
Icelandair
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Það mun mikið mæða á Gylfa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikil samheldni hjá liðinu og stuðningsmönnum og það verður gaman að sjá leikinn í dag," sagði Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, um íslenska landsliðið en hann lýsir leiknum gegn Nígeríu á BBC í dag.

Ísland getur stigið stórt skref í átt að 16-liða úrslitum með sigri í dag og Keown er spenntur að sjá leikinn.

„Það er smá pressa á þeim. Mér finnst þeir vera sigurstranglegri í dag. Nígeríumenn hafa verið í vandræðum. Ég sá þá spila gegn Englandi fyrir mótið og þeir virkuðu ekki sannfærandi."

„Leikmenn hafa ekki verið að spila í réttum stöðm. Obi Mikel er að spila framarlega á miðjunni og Ighalo er einmanna frammi. Þið þurfið líklega helst að fylgjast með (Victor) Moses. Hann er hraður og kraftmikill. Ég veit ekki hvort (Alex) Iwobi spili en það eru góðar fréttir fyrir ykkur ef hann verður á bekknum."


Lykilatriði að Gylfi spili vel
Keown segir lykilatriði að Gylfi Þór Sigurðsson eigi góðan leik í dag.
„Gylfi getur snúið vörn í sókn. Hann hleypur án bolta og er með gæði. Hann er mikilvægur fyrir ykkur því hann er skapandi og gefur liðinu von. Þið þurfið líklega að skora í dag svo hann verður mikilvægur í dag."

Spáir Íslandi áfram
„Ég held að Ísland fari áfram en þetta er svo jafnt í þessum riðli. Þetta veltur mikið á leiknum milli Íslands og Króatíu. Það á nóg eftir að gerast," sagði Keown og bætti við um íslenska liðið. „Þetta er ótrúlegur árangur. Þið eruð 300 þúsund sem er eins og íbúafjöldi Leicester eða Coventry á Englandi. Allir vilja spila fótbolta og það er yndislegt að sjá þetta,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner