Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júní 2018 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Ólíkir sjálfum okkur - Óþolinmóðir í seinni hálfleik
Icelandair
Gylfi Þór í leiknum.
Gylfi Þór í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað erum við gríðarlega svekktir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tap gegn Nígeríu á HM í dag.

Fyrri hálfleikurinn var fínn og var staðan markalaus að honum loknum en í seinni hálfleik gegn Nígería á lagið og niðurstaðan var 2-0 sigur þeirra grænklæddu.

„Við vorum mjög fínir í fyrri hálfleik en svo algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleik."

„Við vorum óþolinmóðir í seinni hálfleik, við vorum að reyna of mikið að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og vera þéttir til baka. Ég veit ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik," segir Gylfi um seinni hálfleikinn.

„Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og myndu selja sig dýrt í seinni hálfleiknum, við töluðum um það. Þeir byrjuðu strax af krafti og spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum okkur."

„Því miður fór boltinn yfir"
Gylfi fékk dauðafæri til þess að minnka muninn á 83. mínútu úr vítaspyrnu en honum brást bogalistinn, hann skaut yfir.

„Þetta var sama rútína og ég hef alltaf gert. Því miður fór boltinn yfir," sagði Gylfi um vítaspyrnuna og benti á það að einn leikur er eftir í riðlinum, gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það er leikur sem Ísland þarf að vinna. Ekkert annað kemur til greina.
Athugasemdir
banner
banner