Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. júní 2018 18:18
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Nígeríu: Lykillinn að vinna Ísland er að ná skyndisóknum
Icelandair
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var spurður að því hver væri uppskriftin að því að vinna Ísland. Hann var spurður eftir 2-0 sigur Nígeríu í Stalíngrad í dag.

„Lykillinn var að ná skyndisóknum. Við erum með aðeins meiri hraða en íslenska liðið og erum með betri tæknilega getu til að ná upp spili," sagði Rohr en Nígería komst yfir í leiknum eftir skyndisókn.

Það mark breytti leiknum, Ísland þurfti að fara framar og taka áhættur en það opnaði leið fyrir Nígeríu að ná fram enn fleiri hröðum sóknum.

„Íslenska liðið er frábært. Þeir eru mun ofar á heimslistanum en við og það verðskuldar að vera þar. Ég óska þessu liði góðs gengis," sagði Rohr.
Athugasemdir
banner
banner
banner