fös 22. júní 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Justin Kluivert til Roma (Staðfest)
Kluivert er 19 ára.
Kluivert er 19 ára.
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn Justin Kluivert er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Roma. Ítalska félagið hefur staðfest þetta.

Roma borgar 15 milljónir punda fyrir Kluivert en kaupverðið gæti hækkað með tímanum.

Þessi efnilegi hollenski landsliðsmaður var orðaður við Manchester United en er núna orðinn leikmaður Roma og verður það til 2023 ef hann stendur við samninginn.

„Mér líður frábærlega. Ég er hjá ótrúlegu félagi og ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Kluivert.

„Þetta er frábært félag fyrir mig. Hér get ég orðið stærri og sterkari leikmaður, ég get gert góða hluti fyrir þetta félag."

Kluivert, sem er 19 ára, lék 30 leiki fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði hann 10 mörk. Spennandi leikmaður þarna á ferðinni.

Sjá einnig:
Kluivert fer gegn ráðum föður síns



Athugasemdir
banner
banner
banner