Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 23. júní 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Vrsaljko um Argentínu: Grétu eins og litlar stelpur
Mynd: Getty Images
Það fór ekki fram hjá neinum að Króatía vann Argentínu 3-0 á fimmtudagskvöld á HM.

Sigurinn var óvæntur, það er örugglega enginn sem bjóst við 3-0 sigri Króatíu - þó einhverjir hafi giskað á sigur Króata þó bjóst pottþétt enginn við því að hann yrði svona sannfærandi.

Talað er um krísu hjá Argentínu eftir tapið.

Argentína á enn möguleika á að komast áfram. Þeir verða að vinna Nígeríu á þriðjudagskvöld og treysta á að Ísland vinni ekki Króatíu. Ef Ísland og Argentína vinna bæði, þá verður Argentína að vinna með stærra markahlutfalli því markatala Íslands er betri núna.

Bakvörðurinn Sime Vrsaljko spilaði með Króatíu á fimmtudag og hann var ekki sáttur með það hvernig Argentínumenn létu í leiknum. „Þeir hentu sér í jörðina og grétu eins og litlar stelpur," sagði Vrsaljko, sem er á mála hjá Atletico Madrid.

„Við vorum sterkari, betri og fengum betri færi. Argentína verður að spila vel gegn Nígeríu til að eiga möguleika á að komast áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner