lau 23. júní 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iheanacho: Vonandi verður Messi bara rólegur
Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Nígeríu.
Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Nígeríu, vonast til að Lionel Messi haldi áfram að valda vonbrigðum á HM næstkomandi þriðjudagskvöld þegar Argentína og Nígería mætast.

Messi hefur verið týndur á HM í Rússlandi. Hann gat lítið gegn Íslandi og var mjög slappur gegn Króatíu á fimmtudag.

Argentína verður að vinna Nígeríu til þess að eiga einhvern möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit. Ef Nígeríu vinnur fara þeir áfram, jafntefli gæti líka þýtt að Nígería fari áfram eftir sigur Afríkuþjóðarinnar á Íslandi í gær.

„Ég kann vel við Messi en ég vona að hann verði rólegur gegn okkur," sagði Iheanacho við Goal í gær.

„Það verður gaman fyrir okkur að spila við svona stórt lið. Sigurinn gegn Íslandi færir okkur aukið sjálfstraust."

Iheanacho, sem er á mála hjá Leicester, byrjaði í sigrinum gegn Íslandi í gær. Ísland á enn möguleika á að komast áfram þrátt fyrir tapið. Ísland verður að vinna Króatíu og treysta á að Argentína vinni Nígeríu eða sá leikur endi í jafntefli.

Lokaumferð D-riðils er á þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner