banner
   lau 23. júní 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Hreiðars: Markvörður Nígeríu á stóra framtíð
Icelandair
Francis Uzoho ver frá Gylfa Þór Sigurðssyni í gær.
Francis Uzoho ver frá Gylfa Þór Sigurðssyni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Francis Uzoho, markvörður Nígeríu, varð í gær næstyngsti markvörðurinn í sögu HM til að ná að halda hreinu í leik. Hinn 19 ára gamli Uzoho hélt þá hreinu gegn Íslendingum.

Uzoho, sem er á mála hjá Deportivo La Coruna, fékk sénsinn í marki Nígeríu í fjarveru Carl Ikeme og Vincent Enyeama. Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari Íslands, hefur hrifist af þessum unga markverði.

„Ég er búinn að fylgjast með honum síðan í byrjun árs. Hann byrjaði á að spila mjög illa en hefur vaxið og er farinn að spila mjög vel. Það hefur verið mjög mikill stígandi í hans leik. Mér fannst hann góður á móti Englendingunum (í vináttuleik fyrir mót)," sagði Gummi við Fótbolta.net.

„Hann hefur átt leiki þar sem hann hefur verið hreint og beint slakur. Þeir hafa stutt hann og lagt alla sína trú á hann. Þetta er 19 ára markvörður með þessa holningu og hann á framtíðina fyrir sér. Hann var klókur í gær. Lagðist á boltann, gaf sér tíma og spilaði eins og reynslumikill maður. Hann hefur vaxið í áliti hjá mér og á sjálfsagt mikla og stóra framtíð fyrir sér."

Uzoho var til umræðu í Innkastinu í gærkvöldi en athygli vakti að hann var ennþá í markmannsbúningnum þegar hann fór upp í rútu með öðrum leikmönnum Nígeríu, klukkutíma eftir leik.
Gummi Hreiðars: Nudda Hannesi ekki upp úr þessum mörkum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner