banner
   lau 23. júní 2018 17:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Matic brjálaður út í dómarann eftir tap Serbíu
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic var brjálaður út í dómarann og sagði að hann hafi verið hörmulegur í tapleik Serbíu gegn Sviss í gær.

Aleksandar Mitrovic var meðal annars neitað um vítaspyrnu í leiknum sem fór ekki vel í Matic. Sagði hann í viðtali eftir leik að dómarinn Felix Brych hafi verið hörmulegur.

Serbía tók forystu snemma leiks með marki frá Mitrovic en tvö mörk í seinni hálfleik hjá Sviss þýðir að Serbía þarf nú að sigra Brasilíu í lokaleik sínum í riðlinum.

Atvikið umdeilda kom inn í vítateig Sviss þar sem Fabian Schar og Stephan Lichtsteiner virtust brjóta nokkuð augljóslega á Mitrovic. Þess í stað var aukaspyrna dæmd á sóknarmanninn. Matic var vægast sagt ósáttur með dóminn og telur að það verði erfitt að sigra Brasilíu í síðasta leik liðsins í riðlinum.

Dómarinn var hörmulegur. Hann dæmdi ekki jafnt. Hann hefði getað skoðað VAR. Hann gaf okkur spjöld en tókst ekki að dæma á öll brotin," sagði Matic.

Okkur þykir þetta leitt. Við gerðum okkar besta. Við gáfum tvö ódýr mörk. Þetta er mjög erfitt því að við spilum gegn Brasilíu og eins og þú veist eru þeir eitt besta lið í heimi, svo það verður erfitt. En í fótbolta getur allt gerst."
Athugasemdir
banner
banner
banner