Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. júní 2018 17:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
3. deild: Heimasigrar í öllum fjórum leikjum dagsins
Mynd: Sigurður Konráðsson
Mynd: Augnablik
Fjórir leikir fóru fram í 3. deild karla í dag og lauk þeim öllum með heimasigrum.

KH sigraði KF nokkuð þægilega. Fyrsta mark KH kom strax á 17. mínútu en markið skoraði Ingólfur Sigurðsson. Andi Andri Morina bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Jordan Damachoua minnkaði muninn fyrir gestina en lengra komust þeir ekki og KH heldur í við toppliðin á meðan KF er á botninum.

Dalvík/Reynir sigraði Vængi Júpíters fyrir norðan. Nökvvi Þeyr Þórisson skoraði tvö og Ingólfur Árnason eitt. Kolbeinn Kristinsson klóraði í bakkann fyrir gestina og 3-1 niðurstaðan.

Augnablik mætti Einherja í Fífunni þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk.

Að lokum sigraði Sindri lið KFG 2-1 í hörkuleik þar sem alls þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós.

Dalvík/Reynir 3 - 1 Vængir Júpíters
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('22)
2-0 Ingólfur Árnason ('32)
3-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('40)
3-1 Kolbeinn Kristinsson ('55)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Sindri 2 - 1 KFG
1-0 Erlendur Rafnkell Svansson ('52)
1-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('84)
2 -1 Mate Paponja ('88)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Augnablik 2 - 0 Einherji
1-0 Markaskorara vantar
2-0 Markaskorara vantar
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

KH 3 - 1 KF
1-0 Ingólfur Sigurðsson ('17)
2-0 Andi Andri Morina ('48)
3-0 Andi Andri Morina ('56)
3-1 Jordan Damachoua ('67)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Athugasemdir
banner
banner
banner