banner
   sun 24. júní 2018 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Kýldi Kane í hnakkann en tuðaði yfir dómnum
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Það gengur hvorki né rekur hjá Panama gegn Englandi, það er óhætt að fullyrða það.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 6-0 fyrir Englandi og stundarfjórðungur liðinn af seinni hálfleik. Harry Kane var rétt í þessu að fullkomna þrennu sína.

Sjá einnig:
Í fyrsta sinn sem England skorar fimm í einum leik á HM...

England fékk tvær vítaspyrnur í seinni hálfleiknum og skoraði Harry Kane úr þeim báðum. Seinni vítaspyrnuna fékk England eftir að Kane var laminn niður í teignum, bókstaflega.

Varnarmaður Panama hélt í Kane og barði í hnakkann á honum. Dómarinn sá þetta og dæmdi víti og hefði líklega átt að vísa þessum leikmanni Panama af velli, en gerði það ekki.

Af einhverri óskiljanlegri ástæðu vældi varnarmaðurinn yfir dómnum, en myndband má sjá með því að smella hér



Athugasemdir
banner
banner