Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júní 2018 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Japan og Senegal: Honda áfram á bekknum
Honda er áfram á bekknum.
Honda er áfram á bekknum.
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:00 hefst leikur Japan og Senegal á í H-riðil Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

„Athyglisverðir og góðir sigrar þessara liða á fyrsta leikdegi. Japanir verða að leggja áherslu á að halda boltanum innan sinna raða í baráttunni gegn líkamlega sterkari Senegölum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV um leikinn. Hann spáir 1-0 sigri Senegal.

Eins og Kristján bendir á þá unnu bæði þessi lið sína fyrstu leiki, tiltölulega óvænt. Japan vann Kólumbíu og Senegal lagði Pólland.

Japan sér enga ástæðu til að breyta og er Keisuke Honda enn á bekknum. Það er ein breyting hjá Senegal Papa Alioune N'Diaye byrjar í stað Mame Biram Diouf.

Leikurinn hefst eins og áður segir 15:00 og er sýndur beint á RÚV eins og allir leikir mótsins.

Byrjunarlið Japan: Kawashima, Shoji, Nagatomo, Sakai, Yoshida, Shibasaki, Haraguchi, Kagawa, Inui, Hasebe, Osako.

Byrjunarlið Senegal: N'Diaye, Wague, Koulibaly, Sane, Sabaly, Gueye, N'Diaye, Sarr, Diouf, Mane, Niang.
Athugasemdir
banner
banner
banner