Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. júní 2018 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að leikmenn Argentínu muni velja liðið gegn Nígeríu
Er Sampaoli búinn að missa öll völd?
Er Sampaoli búinn að missa öll völd?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikill órói í kringum argentíska landsliðið í fótbolta á HM í Rússlandi. Argentíska liðið hefur spilað illa á mótinu hingað til og er með eitt stig stig eftir tvo leiki. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Ísland og tapaði 3-0 fyrir Króatíu.

Argentínumenn eru í hættu á því að komast ekki í 16-liða úrslit en þeir þurfa að vinna Nígeríu í lokaleik sínum á þriðjudaginn. Svo gæti farið að sigur gegn Nígeríu verði ekki nóg ef Ísland vinnur Króatíu á sama tíma.

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á mótinu. Talað var um að hann yrði jafnvel rekinn fyrir leikinn gegn Nígeríu en svo verður víst ekki eftir fund hans við Claudio Tapia, forseta argentíska knattspyrnusambandsins, á föstudag.

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Argentínu er Sampaoli hins vegar orðinn valdalaus og munu leikmenn liðsins, líklegast Javier Mascherano og Lionel Messi, velja liðið sem spilar við Nígeríu á þriðjudaginn.

„Leikmennirnir munu velja liðið, það er staðreynd. Ef Sampaoli vill vera á bekknum, þá má hann það. Ef hann vill það ekki, þá er það ekki vandamál," segir Ricardo Giusti, sem var hluti af argentíska landsliðinu sem vann HM 1986. Hann kveðst hafa rætt við Jorge Burruchaga, framkvæmdastjóra argentíska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner