Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. júní 2018 16:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam sat einn á bar og horfði á England á HM
Með hamborgara í hendi
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce stýrði enska landsliðinu í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi. Sá leikur var gegn Slóvakíu og vannst 1-0 með marki Adam Lallana í uppbótartíma.

Það var eini leikur Stóra Sam með enska landsliðið.

Hann var látinn fara úr starfinu eftir að rannsóknarblaðamenn Telegraph sátu fund með honum og þóttust vera erlendir viðskiptamenn. Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp.

Allardyce hefði verið að stýra Englandi á HM ef hann hefði ekki gerst sekur um þessi mistök. Í dag, á meðan leikur Englands og Panama á HM var í gangi, birtist myndband af Allardyce þar sem hann situr einn á bar og horfir leikinn. Á meðan snæðir hann hamborgara.

England fór á kostum í leiknum og vann 6-1.

Stóri Sam er án starfs í fótboltanum þessa stundina eftir að hann var rekinn frá Everton eftir að síðasta tímabili lauk. Portúgalinn Marco Silva var ráðinn í hans stað.



Athugasemdir
banner
banner
banner