Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. júní 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mascherano: Samband leikmanna við Sampaoli er eðlilegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentíska landsliðið og sérstaklega landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli hafa fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Javier Mascherano sem er í landsliðhópi Argentínu í Rússlandi segir samband leikmanna við þjálfarann vera eðlilegt. Þetta segir hann þrátt fyrir fréttir um Sampaoli sé orðinn valdalaus og að leikmenn muni velja byrjunarliðið gegn Nígeríu.

Sjá einnig:
Segir að leikmenn Argentínu muni velja liðið gegn Nígeríu

„Samband leikmanna við þjálfarann er eðlilegt," sagði Mascherano en argentíska landsliðið undirbýr sig nú fyrir gríðarlega mikilvægan leik við Nígeríu á þriðjudaginn þar sem þeir þurfa að vinna ætli þeir sér áfram í 16-liða úrslitin.

„Auðvitað þegar við erum ekki sáttir með eitthvað þá ræðum við, við hann og látum í okkur heyra. Við vitum að staðan er erfið, við verðum að halda ró okkar og skoða hvað við getum gert betur. Við munum leggja mikið á okkur svo við verðum hundrað prósent klárir í leikinn," sagði Mascherano.


Athugasemdir
banner
banner
banner