banner
   sun 24. júní 2018 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Honda orðinn markahæsti leikmaður frá Asíu í sögu HM
Keisuke Honda.
Keisuke Honda.
Mynd: Getty Images
Japan og Senegal mættust í H-riðli á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrr í dag.

Niðurstaðan í viðureign liðanna var 2-2 jafntefli og þessi lið eru því bæði með fjögur stig í riðlinum eftir að hafa unnið sína leiki í fyrstu umferð.

Keisuke Honda skoraði jöfnunarmark Japan á 78. mínútu og jafnaði þá í 2-2, þetta var fjórða mark hans á Heimsmeistaramóti í fótbolta en þetta var hans fyrsta mark á mótinu í ár.

Þetta mark Honda í dag gerir hann að markahæsta leikmanni frá Asíu í sögu Heimsmeistaramótins.



Athugasemdir
banner
banner
banner