Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 25. júní 2018 10:52
Arnar Daði Arnarsson
Aron Einar vonast eftir stuðningi Rússa á morgun
Icelandair
Aron Einar ásamt leikmönnum Rostov þeim, Sverri Inga og Ragnari Sigurðssyni.
Aron Einar ásamt leikmönnum Rostov þeim, Sverri Inga og Ragnari Sigurðssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Króatíu í Rostov við Don á morgun í lokaleik D-riðils á Heimsmeistaramótinu.

Í Rostov leika þrír landsliðsmenn Íslands þeir, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði landsliðsins var spurður að því hvort hann vonist eftir stuðningi Rússa úr stúkunni á morgun og hvort það myndi hafa áhrif á liðið

„Ég vona að við fáum stuðning og það skiptir okkur örugglega miklu máli. Við fáum alltaf mjög góðan stuðning á Laugardalsvellinum, okkar heimavelli og það gefur gæfumuninn þar og vonandi verða Rússarnir á okkar bandi. Vonandi verður þetta góður leikur að okkar hálfu og við getum sýnt þeim góðan leik," sagði Aron Einar.

Þrír aðrir leikir á Heimsmeistaramótinu hafa farið fram á Rostov leikvanginum og þar hafa Rússarnir stutt Brasilíu, Úrúgvæ og Mexíkó í þeim leikjum. Ekkert af þessum liðum hefur tapað leik í Rostov við Don.

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 18:00 á morgun, þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner