Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. júlí 2018 17:15
Fótbolti.net
Lið 9. umferðar í Inkasso - Sex lið á sigurbraut
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö fyrir Magna.  Hann er í framlínunni í liði umferðarinnar.
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvö fyrir Magna. Hann er í framlínunni í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Gunnarsson varnarmaður Hauka.
Gunnar Gunnarsson varnarmaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík varð fyrsta liðið til að vinna ÍA í Inkasso-deildinni í sumar þegar liðið hafði betur 2-1 í Vesturlandsslag á föstudaginn. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings, er þjálfari umferðarinnar auk þess sem Emir Dokara og Alexander Helgi Sigurðarson eru báðir í liði umferðarinnar. Emir er leikmaður umferðarinnar og Alexander skoraði glæsilegt mark í leiknum á föstudag. Sex lið unnu leiki í umferðinni og jafnteflin voru engin.

Þór kom til baka og skoraði fimm mörk á korteri gegn Selfossi eftir að hafa lent 2-0 undir. Alvaro Montejo Calleja og Jónas Björgvin Sigurbergsson voru báðir á skotskónum og fóru mikinn í endurkomunni.

Guðmundur Þór Júlíusson var öflugur í vörn HK gegn Fram og þeir Gunnar Gunnarsson og Jökull Blængsson voru góðir hjá Haukum í öruggum 4-0 útisigri á ÍR.

Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis R. í 2-0 útisgri á Þrótti R. en þar var Ernir Bjarnason öflugur á miðjunni.

Gunnar Örvar Stefánsson skoraði bæði mörk Magna í mikilvægum 2-0 sigri á Njarðvík. Síðara markið kom eftir fyirgjöf frá Baldvin Ólafssyni en hann átti góðan dag í hægri bakverðinum.

Fyrri lið umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar

Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner