Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 25. júlí 2018 11:15
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar í Inkasso: Nafnar í bakvörðunum
Bjarki Aðalsteinsson er í liði umferðarinnar.
Bjarki Aðalsteinsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Þór Viðarsson er einnig í liðinu.
Bjarki Þór Viðarsson er einnig í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
12. umferð Inkasso-deildarinnar lauk á sunnudaginn með dramatískum 2-1 sigri Víkings frá Ólafsvík gegn ÍR. Þar skoruðu heimamenn sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Miðvörður Ólsara Michael Newberry er í liði umferðarinnar.


Umferðin hófst á fimmtudaginn með þremur leikjum. Þórsarar halda sigurgöngu sinni áfram í deildinni og unnu lánlausa Haukamenn 4-1 á heimavelli. Ignacio Gil og Bjarki Þór Viðarsson voru bestu menn Þórs í leiknum.

Á Selfossi komu Framarar í heimsókn og fóru þeir heim með stigin þrjú eftir 3-1 sigur. Helgi Guðjónsson var öflugur á miðjunni fyrir gestina og kom þeim í 1-0. Liðsfélagi hans, Fred Saraiva er einnig í liði umferðarinnar í holunni.

Í Efra-Breiðholtinu náðu Leiknismenn í gott markalaust jafntefli gegn ÍA. Heimamenn geta þakkað Eyjólfi Tómassyni markverði liðsins fyrir að halda hreinu og þá var Bjarki Aðalsteinsson með allt á hreinu í vörninni.

Á föstudagskvöldið unnu Þróttarar sinn annan sigur í röð og þá gegn Njarðvík, 3-0. Lánsmaðurinn, Kristófer Konráðsson skoraði eitt og lagði upp annað og þá var Jesper Van Der Heyden hættulegur í liði Þróttara.

Á laugardaginn fóru HK-ingar á Grenivík og unnu þar baráttusigur 1-0 gegn Magna. Sveinn Óli Birgisson var góður í vörn Magna og er í liði umferðarinnar, ásamt Ásgeiri Marteinssyni leikmanni HK.

Fyrri lið umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner