Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. júlí 2005 11:35
Hafliði Breiðfjörð
Gerrard mun ekki hefja viðræður við Liverpool á ný
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Struan Marchall umboðsmaður Steven Gerrard sagði við BBC í morgun að leikmaðurinn sem er fyrirliðið Liverpool muni ekki hefja viðræður við félagið á ný eftir að upp úr viðræðum slitnaði um helgina. Gerrard á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið og búist hafði verið við að hann myndi framlengja enn frekar.

,,Viðræður hafa strandað og ólíklegt er að þær hefjist á ný," sagði Marchall við BBC og sömu orð endurtók hann í viðtali við SkySports.

,,Viðræður við Liverpool hafa strandað yfir nýjum samningi fyrir Steven Gerrard og ólíklegt er að þær hefjist á ný," sagði hann við Sky.
Athugasemdir
banner
banner