Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. júlí 2005 08:21
Hafliði Breiðfjörð
Liverpool staðfestir tilboð Chelsea í Gerrard
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Liverpool ætla að hafna 32 milljón punda tilboði Chelsea í fyrirliða sinn, Steven Gerrard en þetta staðfesti Rick Parry framkvæmdastjóri Liverpool við BBC í morgun.

,,Ég get staðfest að við höfum fengið tilboð frá Chelsea og að því verður hafnað af okkur," sagði Parry.

Liverpool hafa nú boðið Gerrard samning sem skilar honum 100 þúsund pundum í vikulaun en munu ekki vera vongóðir um að hann verði áfram hjá félaginu. Auk Chelsea hafa Real Madrid einnig áhuga.

Gerrard hitti Parry og David Moores formann Liverpool seinnipartinn í gær eftir að umboðsfyrirtæki hans hafði tilkynnt að viðræður hefðu farið út um þúfur.

Í kjölfarið gaf Liverpool gerrard stærsta samningstilboð í sögu félagsins og var sagt að hann myndi fara og sofa á samningnum. Þeir eru enn vongóðir um að Gerrard skipti um skoðun eins og hann gerði á síðustu stundu í fyrra en samkvæmt BBC munu þeir ekki vera vongóðir um að hann verði áfram.

Real Madrid staðfestu svo í morgun áhuga sinn á leikmanninum sem enn á tvö ár eftir af samningi sínum á Anfield. Tilboð Chelsea var hærra en fyrri metkaup á enskum leikmanni en þau voru 29,1 milljón punda þegar Manchester United keypti Rio Ferdinand frá Leeds árið 2002.

,,Auðvitað höfum við áhuga á honum, hvaða stórfélag hefur það ekki?" sagði Arrigo Sacchi yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid en bætti við að áður en þeir gerðu eitthvað yrði Gerrard að leggja fram beiðni um sölu frá Liverpool.

,,Þar til leikmaðurinn tekur af skarið munum við ekki taka þátt í baráttu um hans þjónustu," bætti hann við.

Gerrard mun hafa 60 þúsund pund í vikulaun hjá Liverpooll í dag en talið er að Real væri tilbúið að greiða allt að 130 þúsund pund en Chelsea ekki hærra en 90 þúsund pund.
Athugasemdir
banner
banner