Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 06. júlí 2005 08:45
Af hverju vildi Steven Gerrard fara frá Liverpool?
Steven Gerrard
Steven Gerrard
Nú hefur Steven Gerrard gefið það út að hann vilji vera áfram hjá Liverpool. Allt fór í háaloft í byrjun vikunnar þegar hann gaf það út að hann vildi fara frá Anfield þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum. Nú hefur honum snúist hugur en strákarnir á SquareFootball settu saman athyglisverða grein sem við birtum hér á Fótbolti.net.



Hver er sannleikurinn?
Af hverju vildi Gerrard fara frá Liverpool? - Gerrard kenndi Liverpool um hvernig fór og öfugt. Sannleikinn aftur á móti, er vís til að finnast aldrei.

En ef litið er á Ashley Cole og sögurnar um það þegar hann sagði Chelsea hafa staðfest að Gerrard færi til þeirra í sumar, þá var það kannski, bara kannski alveg rétt.

Það sem Gerrard og félagar hans halda fram að að klúbburinn hafi látið það líta út fyrir það að hann vildi fara, en það sem þeir vildu í raun var peningur til að fjármagna velgengni sína. En sigur í Meistaradeildinni gefur yfirleitt um 20 milljónir punda til leikmannakaupa, og lagt saman við þær 10 milljónir sem Rafael Benítez fékk að auki - af hverju ættu þeir þá að vilja selja hann?

Hvaða knattspyrnustjóri með réttu ráði færi að selja einn af bestu leikmönnum í heimi? Það myndi gera hlutina erfiðari fyrir Liverpool að byggja aftur upp, auk þess sem slíkt sýndi klárlega metnaðarleysi auk þess sem það myndi reita stuðningsmennina til reiði. Allir vita að á Anfield, eru stuðningsmennirnir Liverpool.

Það væri líka algjörlega órökhæft ef litið er á þá miðjumenn sem eru farnir frá liðinu. Landsliðmennirnir Igor Biscan, Vladimir Smicer, Allou Diarra og Bruno Cheyrou eru allir farnir auk þess sem Salif Diao og hugsanlega Harry Kewell fylgja í kjölfarið. Þó að þetta séu ekki þeir leikmenn sem Liverpool vilja hafa í liðinu til að vinna Úrvalsdeildina þá eru aðeins tveir miðjumenn eftir í liðinu sem hafa einhverja reynslu, Xabi Alonso og hinn aldrandi Dietmar Hamann.
Auðvitað gæti 35 milljón punda sala keypt marga nýja leikmenn, en tíminn er að renna út fyrir Liverpool áður en ótrúlega langt tímabil þeirra hefst. Hvar væri svo vitið í því að selja áhrifamesta leikmann liðsins, fyrirliðann og innfæddan Liverpool búa sem er án efa uppáhald stuðningsmannanna? Slíkt myndi skilja liðið eftir með aðeins einn innfæddan leikmann í aðalliðinu, Jamie Carragher, og stuðningsmenn liðsins í borginni elska ekkert heitar en "Scouser" í liðinu.

Þessar staðreyndir ýttu stoðum undir þann grun að hann hafi ákveðið sig hvað skyldi gera síðasta sumar. Ákvörðun hans um að "gefa þessu eitt ár enn" myndi þýða að Liverpool hafi mistekist að taka skref í rétta átt og stuðningsmennirnir myndu segja "Að minnsta kosti gaf hann þessu eitt ár enn" og Gerrard gæti þá farið fyrir budduna hans Roman Abramovich.

Eftir að Liverpool tapaði fyrir fyrir Chelsea í úrslitaleik Carling bikarkeppninnar, endaði í fimmta sæti ensku Úrvalsdeildarinnar og var slegið út úr FA bikarnum gegn Burnley þá var bara einn lítill hlutur sem gat stöðvað Gerrard í því að fara á Stamford Bridge, Meistaradeildin.

Það velkist enginn í vafa um það að Gerrard setti hjarta sitt og sál í glæstan árangur Liverpool, og elskaði hverja mínútu af henni. Samt skorti bæði sannfæringu í orðum hans og framkomu þegar hann sagði "Hvernig get ég farið eftir þetta?" Gerrard hefur aldrei, ekki einu sinni sagt það hreint og beint út að "Ég vil vera áfram", það hefur alltaf verið "Þetta lítur vel út" eða "Við tölum saman bráðum og sjáum til hvað gerist."

Það hafa verið stöðugir orðrómar um það í heilt ár að Gerrard færi örugglega til Chelsea. Ef Liverpool hefðu ekki unnið Meistaradeildina hefði Gerrard fullkomna afsökun fyrir því að fara og líklega myndi stór hluti stuðningsmannanna fyrirgefa honum það. En að vinna Meistaradeildina þýddi að hann gat ekki kvartað yfir því að vinna ekki titla.
Síðustu fimm ár er Úrvalsdeildartitillinn sá eini sem Gerrard og Liverpool hafa ekki náð að vinna og því er velgengni ekki lengur vandamálið.

Vildi Rafa Benítez - sem hefur ítrekað margoft að hann vilji byggja liðið upp í kringum Gerrard, og vill að hann verði sigursælasti fyrirliði liðsins í sögu félagsins - losna við hann til að endurbyggja liðið? Var Rick Parry í alvörunni að reyna að líta út fyrir það að Gerrard vildi fara svo stuðningsmennirnir snerust gegn honum en ekki stjórninni? Eða var umboðsmaður Gerrard - sem vitað er að talaði við Chelsea síðasta sumar - að reyna að skemma samband hans og stuðningsmannanna?

Líkt og með sölu Harry Kewell frá Leeds til Liverpool er ólíklegt að sannleikurinn komi nokkru sinni í ljós af hverju Gerrard vildi um tíma fara frá Liverpool.

Liverpool er - og verður alltaf - stærra en einstaka leikmaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner