Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júlí 2005 17:42
Magnús Már Einarsson
Magnús Gylfa rekinn frá KR! Sigursteinn tekur við
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Magnús Gylfason þjálfari meistaraflokks karla hjá KR hefur verið rekinn. KR hefur gengið illa á leiktíðinni og er nú í 6.sæti í Landsbankadeildinni auk þess sem liðið datt út úr VISA-bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Val í síðustu viku. KR tapaði 3-1 á heimavelli fyrir Keflavík í Landsbankadeildinni gær og var það fjórði tapleikur liðsins í röð á heimavelli.

Magnús tók við KR síðastliðið haust af Willum Þór Þórssyni en Magnús hætti sem þjálfari ÍBV eftir síðasta tímabil. Magnús fékk til sína nokkra leikmenn eins og Grétar Ólaf Hjartarson, Tryggva Svein Bjarnason og Bjarnólf Lárusson og var liðinu spáð góðu gengi fyrir tímabilið en árangur þess hefur síðan valdið vonbrigðum.

Sigursteinn Gíslason fyrrum leikmaður KR og þjálfari 2.flokks félagsins mun taka við KR og stýra liðinu út tímabilið en þetta staðfesti Sigurður Helgason hjá KR-Sport við Fótbolti.net nú rétt í þessu. Einar Þór Daníelsson fyrrum leikmaður félagsins verður honum til aðstoðar.

Fyrsti leikur KR undir stjórn Sigursteins verður sunnudaginn 7.ágúst en þá mætir liðið FH á útivelli í Landsbankadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner