Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 15. ágúst 2005 12:23
Hafliði Breiðfjörð
Ellington til WBA (Staðfest)
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
WBA hafa gengið frá kaupum á Nathan Ellington frá Wigan en leikmaðurinn sem kostaði 3 milljónir punda skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við félagið. Ellington komst í gegnum læknisskoðun á föstudag og verður kynntur fyrir fjölmiðlum á blaðamannafundi nú eftir nokkrar mínútur.

Hann er 24 ára gamall og átti eitt ár eftir af samningi sínum við Wigan. Hann hafði klásúlu í samningi sínum sem gerði honum mögulegt að fara ef eitthvað lið byði 3 milljónir punda.

Hann skoraði 67 mörk í 146 leikjum með Wigan sem endaði í öðru sæti ensku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner