sun 28. ágúst 2005 19:43
Enska landsliðið: James út - Kirkland inn
Sven-Göran Eriksson tilkynnti rétt í þessu enska landsliðið sem mætir Wales og Norður-Írum í nágrannaslögum á Bretlandseyjum í næstu viku. Helsti tíðindin eru þau að David James var ekki valinn í hópinn en Chris Kirkland var tekinn inn í hans stað.

Glen Johnson varnarmaður Chelsea missti einnig sæti sitt í liðinu en Stephen Warnock leikmaður Liverpool er í fyrsta skipti í hópnum. Darren Bent heldur sínu sæti og Luke Moore félagi hans hjá Charlton er í liðinu og gerir tilkall til byrjunarliðssætis í hægri bakverðinum þar sem Gary Neville er meiddur.

Steven Gerrard, John Terry og Shaun Wright-Phillips eiga allir við smávægileg meiðsli að stríða en þeir ættu þó allir að vera leikfærir. Michael Owen er í banni í leiknum gegn Wales en hann kemur inn í liðið fyrir leikinn gegn Norður-Írum.

,,Ég talaði við David James og útskýrði það fyrir honum að á þessum tímapunkti ætlaði ég ekki að velja hann í liðið." sagði Eriksson í dag. ,,Hann hefur alltaf hagað sér sem sannur atvinnumaður ganghvart mér og ég hef ítrekað við hann að dyrnar eru alls ekki lokaðar á hann og ég muni fylgjast grannt
með framgangi hans hjá Manchester City."



Enski hópurinn:

Markmenn:
Paul Robinson (Tottenham), Robert Green (Norwich), Chris Kirkland (Liverpool - Í láni hjá WBA)

Varnarmenn:
Luke Young (Charlton), Stephen Warnock (Liverpool), Phil Neville (Everton), Ashley Cole (Arsenal), Jamie Carragher(Liverpool), Rio Ferdinand (Man Utd), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (Birmingham)

Miðjumenn:
David Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Joe Cole (Chelsea), Owen Hargreaves (Bayern Munich), Shaun Wright-Phillips (Chelsea), Jermaine Jenas (Newcastle), Michael Carrick (Tottenham), Kieron Richardson (Man Utd)

Sóknarmenn:
Michael Owen (Real Madrid), Wayne Rooney (Man Utd), Jermain Defoe (Tottenham), Andy Johnson (Crystal Palace), Darren Bent (Charlton)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner