Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. september 2005 14:14
Hafliði Breiðfjörð
150 stuðningsmenn Everton fastir á John Lennon
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Yfir 150 stuðningsmenn Everton sem ætluðu að fljúga til Rúmeníu í dag og sjá leik liðsins gegn Dinamo Búkarest í UEFA Cup missa af leiknum eftir að flug sem þeir áttu að fara með féll niður. Eftir að þeim voru sögð tíðindin ætlaði svo allt að verða vitlaust og nokkrir voru handteknir.

Stuðningsmennirnir höfðu verið bókaðir í flugið með Air Scandic biðu á John Lennon flugvellinum í Liverpool þar til ferðinni var frestað nú fyrir skömmu. Talsmaður flugvallarins sagði að þeir væru í vandræðum því þeir voru á milli stuðningsmannana og ferðaskrifstofunnar.

Þeim hafði verið sagt að mæta að hliði 14 eftir fimm tíma bið en þar var vísaði í herbergi þar sem þeim var sagt að það yrði ekkert flug. Það vakti mikla reiði stuðningsmannana sem margir höfðu setið að drykkju frá því í morgun. Í kjölfarið byrjuðu mikil læti og nokkrir voru handteknir.

Einn stuðningamannana, Paul Bibby, sagði að þeir væru orðnir reiðir og sagði að þeir hafi verið að velta því fyrir sér hvort vélin kæmi nokkuð. Skömmu síðar var fluginu aflýst.
Athugasemdir
banner
banner