Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 16. september 2005 07:49
Hafliði Breiðfjörð
Kim Milton Nielsen stendur við rauða spjald Rooney
Mynd: Getty Images
Dómarinn Kim Milton Nielsen hélt því fram í gær að hann hafi haft á réttu að standa er hann rak Wayne Rooney af velli fyrir að klappa upp við andlitið á sér í leik Manchester United og Villareal í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Nielsen gaf Rooney gula spjaldið fyrir tæklingu og Rooney svaraði spjaldinu með því að reka hendurnar upp við andlit Nielsen og klappa. Fyrir það fékk hann rauða spjaldið.

,,Jafnvel kaldhæðni er ekki leyfð, dómarinn getur ekki tekið því," sagði Nielsen í gær.

,,Ef þú getur komið í veg fyrir það, þá er það mikilvægast. Þetta fer eftir kringumstæðum, hvort leikmanninum var ögrað fyrir atvikið. Í sumum kringumstæðum geturðu komið í veg fyrir það, eða ekki."

,,Þegar það er nauðsynlegt að reka leikmann af velli þá færðu virðingu annarra fyrir ákvörðuninni, en besti leikur fyrir ´domara væri að hafa engin spjöld."


Að lokum sagði Nielsen að Rooney fái enga sérstaka meðverð næst þegar þeir mætast í framtíðinnni.

,,Þú byrjar alltaf á núlli í nýjum leik. Þú getur ekki gefið látið þetta bitna á honum í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner