Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. október 2005 13:55
Meiðsli Steven Gerrard ekki jafn alvarleg og talið var
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool verður ekki jafn lengi frá og talið var í fyrstu. Gerrard meiddist í landsleik Englands og Austurríkis á laugardaginn en hann varð fyrir vægri tognun og var óttast að hann yrði frá í allt að þrjár vikur.

Svo verður ekki og Gerrard segir að hann verði líklega til í slaginn með Liverpool gegn Fulham þann 22. október. Hann mun þó missa af landsleik Englands og Póllands á laugardaginn sem og leikjum Liverpool gegn Blackburn og Meistaradeildarleiknum gegn Anderlecht í næstu viku.

,,Meiðslin eru ekki jafn slæm og fólk er að tala um" sagði Gerrard við opinbera heimasíðu Liverpool. ,,Ég hef heyrt fólk tala um þetta í sjónvarpinu og segja að ég verði frá í þrjár vikur en ég held að ég verði til í slaginn fyrir Fulham leikinn.

Ég fór í skoðun strax eftir leikinn og ég fór til Melwood (æfingasvæði Liverpool) til endurhæfingar í gær. Læknaliðið var sannfært um að ég geti komið aftur eftir tvo leiki og því stefni ég á það. Ég meiddist aðeins í leiknum og ég var svolítið áhyggjufullur í fyrstu en þetta er ekki það alvarlegt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner