Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 14. nóvember 2005 08:52
Hafliði Breiðfjörð
Fletcher: ,,Stjórinn og fyrirliðinn styðja mig
Mynd: Getty Images
Darren Fletcher miðvallarleikmaður Manchester United segir að Sir Alex Ferugson stjóri liðsins og Roy Keane fyrirliði standi á bakvið sig hjá liðinu. Keane er talinn hafa gagnrýnt Fletcher í frægu sjónvarpsviðtali við MUTV sjónvarpsstöð félagsins í síðasta mánuði en viðtalið var aldrei birt.

Fletcher hefur einnig verið mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum félagsins fyrir frammistöðu sína á leiktíðinni en Fletcher svaraði gagnrýnisröddum með því að skora sigurmarkið í leiknum gegn Chelsea fyrir rúmri viku síðan.

,,Ég er í formi og það er aðalatriðið, og auðvitað er ég beðinn að taka að mér mismunandi hlutverk, stundum á kanti, stundum á miðri miðjunni en ég er bara ánægður með að spila, hvar sem stjórinn og félagið vilja vilja og ef ég byrja er ég auðvitað ánægður," sagði Fletcher við Sky Sports í gær.

,,Ég hef farið í gegnum miklu erfiðari tímabil, allir vita hvað gerðist, við vitum það hjá Manchester United og þannig verður það. Ég hef verið meiddur í eitt og hálft ár og hef gengið í gegnum
miklu verri hluti en þetta og hlakkaði bara til Chelsea leiksins.
Ég er með frábæran stjóra bakvið mig og frábæran fyrirliða
sem styður mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner