Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 31. janúar 2006 10:50
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Keflavík.is 
Buddy Farah í Keflavík (Staðfest)
Buddy Farah í baráttu um boltann í leik í áströlsku deildinni.
Buddy Farah í baráttu um boltann í leik í áströlsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Ástralinn Budy Farah sem leikur með landsliði Líbanon skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Keflavík. Buddy er með tvöfalt ríkisfang en hann lék með öllum yngri landsliðum Ástralíu en foreldrar hans fluttust þangað frá Líbanon þegar styrjöld braust út í landinu á níunda áratugnum.

Buddy, er varnarmaður og fastur maður í líbanska landsliðinu.

Hann er nú farinn af landi brott því framundan eru hjá honum tveir landsleikir með landsliði Líbanon. Hann mun svo koma til móts við lið Keflavíkur í æfingaferð á Spáni um mánaðarmótinu mars - apríl og kemur til lnadsins í byrjun apríl.
Athugasemdir
banner
banner