Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. febrúar 2006 15:09
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Chelsea aðdáendur sammála rauða spjaldinu
Dómarinn hafði rétt fyrir sér samkvæmt heimasíðu Chelsea FC
Dómarinn hafði rétt fyrir sér samkvæmt heimasíðu Chelsea FC
Mynd: Merki
Á opinberri heimasíðu Chelsea er spurt hvort það var rétt ákvörðun að reka útaf vinstri bakvörðinn Asier Del Horno fyrir tæklinguna á Leo Messi. Meirihluti stuðningsmannana segja að dómari leiksins hafi haft rétt fyrir sér.

Í skoðunarkönnunini var spurt: ,,Hefði Asier Del Horno átt að vera rekinn útaf?" en ekki kemur fram hversu margir hafa tekið þátt í henni. Alls hafa 60% svaraði könnuninni játandi og 40% neitandi.

Er þetta talin mikil niðurlæging fyrir Jose Mourinho en hann hefur algjörlega misst sig yfir Leo Messi í fjölmiðlum og lýst yfir óanægju með ákvörðuninni hjá dómara leiksins, Terje Hauge, að sýna Asier Del Horno rauða spjaldið þegar 65. mínútur voru til leiksloka.

Það verður hinsvegar að teljast mjög ólíklegt að Mourinho láti þetta hafa mikil áhrif á sig og hann er án efa byrjaður að hugsa leik liðsins gegn Portsmouth næstkomandi laugardag.




Athugasemdir
banner
banner
banner