Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 15. mars 2006 15:36
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Owen: Ég er ánægður hjá Newcastle
Owen vonast til að geta farið að skora fleiri mörk fyrir Newcastle sem allra fyrst
Owen vonast til að geta farið að skora fleiri mörk fyrir Newcastle sem allra fyrst
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ekki gengið vel að skora á þessu tímabili og viðurkenndi Steven Gerrard nýlega að hann vildi fá Micheal Owen til liðsins. Owen sjálfur hlær þó að þessu öllu saman og segir að hann sé ekki á leiðinni til Liverpool.

,,Stevie hefur sagt að þeir þurfi sóknarmann eða að þeir þyrftu að skora fleiri mörk. Hann er góður vinur minn svo ég myndi búast við af honum að segja 'Micheal Owen er góður leikmaður' af því að ég myndi segja það sama um hann. Það er fallegt af honum að segja sem honum finnst um mig en það er einhver annar sem tekur þessar ákvarðanir," sagði Owen.

Owen kom til Newcastle frá Real Madrid síðasta sumar en hefur eytt miklum tíma í meiðslum en hann fótbrotnaði í desember og er núna að jafna sig.

,,Ég er ánægður hér eins og ég hef alltaf sagt. Ég tók ákvörðun að koma hingað síðasta sumar og ég hef elskað hverja einustu mínútu síðan. Vonandi er stutt í mig og þá get ég komið aftur inn á völlinn í svörtu og hvítu," sagði hinn jákvæði Owen svo að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner