Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 28. mars 2006 06:54
Hörður Snævar Jónsson
Hin Hliðin: Matthías Vilhjálmsson (FH)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvisvar í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina á Fótbolti.net og að þessu sinni er það Matthías Vilhjálmsson framherji FH sem sýnir á sér hina hliðina. Matthías sem er uppalinn hjá BÍ á Ísafirði hefur verið að skora grimmt í deildabikarnum að undanförnu eða fjögur mörk í fimm leikjum.

Matthías sem á leiki að baki fyrir yngri landslið Íslendinga lék sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni með FH í lokaumferðinni gegn Fram á síðustu leiktíð og þar fiskaði hann vítaspyrnu. Við skulum líta á hina hliðina á Matthíasi.


Fullt nafn: Matthías Vilhjálmsson

Gælunafn: Matti, Matti Villa, Malli eða Jókerinn

Aldur: 19 ára þann 30. jan.

Giftur / sambúð? Á lausu í augnablikinu
Börn: ekki enn

Hvað eldaðir þú síðast? Fékk uppskrift hjá mömmu að mögnuðum pastarétt og hann bara heppnaðist mjög vel. Inniheldur papriku, blaðlauk, sveppi, skinku, rjómaost og e-ð meira.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Eins mikið af grænmeti og hægt er ásamt pepperoni og svo er afar mikilvægt að hafa góða hvítlauksolíu með.

Hvernig gemsa áttu? Nokia 3510

Uppáhaldssjónvarpsefni? Prison Break, Lost, OC og íþróttir

Besta bíómyndin? Án efa Dumb and dumber

Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég hlusta mikið á breskt rokk þessa dagana og svo er ég farinn að linast aðeins og hlusta á góða og rólega tónlist.

Uppáhaldsútvarpsstöð: XFM

Uppáhaldsdrykkur: ískalt vatn og malt

Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net, bara íþróttasíður almennt og mbl.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Ég verð helst að vera nr 10 þegar ég spila en það hefur alveg gengið ágætlega í ellefunni uppá síðkastið. Annars ekkert annað held ég.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Klobba hann, sóla hann í köku eða skora ólöglega með hendinni eða e-ð, þá verða þeir skiljanlega pirraðir.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Aldrei að segja aldrei, en lið sem koma upp í hugann eru Bolungarvík og Chelsea

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Hinn brasilíski Ronaldo

Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfur

Ekki erfiðasti andstæðingur? Það er ekkert léttara en að sóla Gunna Kristjáns í KR

Besti samherjinn? Þeir eru nokkrir sem koma til greina, Tryggvi Guðmunds er góður kandídat en svo eru það Birkir Halldór Sverrisson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Jón Ragnar Jónsson og Róbert Örn Óskarsson. Einnig Theódór Elmar í Celtic.

Sætasti sigurinn? 3-2 sigur á móti KR í 8 liða úrslit í bikarnum sl. sumar þar sem við skoruðum á 93. mínútu og bikarúrslitaleikurinn í sumar á móti Fram sem fór 7-2

Mestu vonbrigði? Verða ekki íslandsmeistari í 2. flokki sl. Sumar og ná ekki lengra í U19 seinasta haust.

Uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Ronaldo

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Theódór Elmar og Róbert Örn markvörður í FH

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Atli markvörður í KR

Fallegasta knattspyrnukonan? Helena Ólafs og Embla Grétars í KR

Grófasti leikmaður deildarinnar? Bjarnólfur Lárusson og Óðinn Árnason í Grindavík

Besti íþróttafréttamaðurinn? Snorri Sturlu og Höddi Magg

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Get ekki gert upp á milli

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Í U-21 eru það Atli og Theódor Elmar en í FH, Atli Guðna

Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki í leik

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eitt sinn þegar við vorum að spila leik með U-17 þá var Gunni Kristjáns KR-ingur að hlaupa upp vinstri kantinn og stoppaði svo þegar boltinn fór í innkast. Allt í einu fékk hann skít á hárið á sér og þá kom í ljós að krummi flögraði yfir honum og hafði þurft að losa um og það beint á Gunna. Merkilegt nokk.

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Já það geri ég en það hefur minnkað verulega seinustu ár enda var ég háður honum.

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Með mfl. Bí þegar ég kom inná 16 ára á móti Gróttu. En með FH í bikarnum á móti Víði í Garði sl. Sumar.

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Vel unnin og vel uppfærð

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? daglega

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Það ætti að banna að halda boltanum út við hornfána til að tefja. Það er svartur blettur á fótboltanum.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Red Hot Chili Peppers og Michael Jackson

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Gary Ablett og Leoncie

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Ísafjörður og rúmið mitt

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? cirka 2 mín. Enda morgunhani mikill.

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Michael Jordan er sú persona sem hefur gert mest fyrir eina íþrótt enda goðsögn

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já nánast hverju sem er. Nánast.

Hver er uppáhalds platan þín? By the way með Red Hot Chili Peppers

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ísland-Ítalía

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Í Adidas Predator en ætla að skipta yfir í Adidas F-50 Tunit í sumar.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Hef alltaf verið góður í skóla en ef það var e-ð þá er það efnafræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner