Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. mars 2006 15:42
Magnús Már Einarsson
Heimild: DV 
Fram samþykkir tilboð Hammarby í Gunnar Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Fram hefur samþykkt tilboð sænska liðsins Hammarby í vinstri bakvörðinn efnilega Gunnar Þór Gunnarsson sem hefur verið til reynslu hjá félaginu í æfingabúðum á Möltu en þetta kemur fram í DV í dag.

Félagaskiptaglugginn í Svíþjóð lokar fyrsta apríl eða á laugardaginn og því er óvíst hvort að kaupunum verði en Hammarby vill fá Gunnar Þór þar sem vinstri bakvörður liðsins sleit krossbönd í hné fyrir skömmu.

,,"Þetta er gott lið og mér líst mjög vel á það. Mér hefur gengið ágætlega á æfingum og ég býst við að það verði tekin ákvörðun eftir æfingaleikinn á morgun (í dag) hvort þeir hafi áhuga á að semja við mig. Það er reyndar annar leikmaður hér til reynslu og erum við að keppa um sömu stöðuna. Ég veit reyndar ekki hvort liðið hefur áhuga á að semja við annan okkar eða okkur báða," sagði Gunnar Þór við DV.

Þessi tvítugi leikmaður gæti orðið níundi Íslendingurinn til að leika í sænsku úrvalsdeildinni en semji hann við Hammarby gæti hann leikið í fyrsta deildarleik liðsins næstkomandi þriðjudag gegn Helsingborg.
Athugasemdir
banner